Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, en þar er Mate Dalmay, körfuboltaþjálfari og eigandi Fótbolta.net, gestur.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.
Leikir vikunnar í Bestu deildinni, úrslitakeppnirnar í hand- og körfubolta, helstu fréttir og margt annað er til umræðu í þættinum.
Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar, eða hlustaðu hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.