Jorginho, leikmaður Arsenal, er með samningstilboð á borðinu en það kemur frá brasilíska félaginu Flamengo.
Jorginho er að öllum líkindum á förum frá Arsenal í sumar en hann hefur verið í varahlutverki í vetur.
Ítalinn mun yfirgefa þá ensku á frjálsri sölu og hefur verið orðaður við bæði Brasilíu og Sádi Arabíu.
Samkvæmt Fabrizio Romano er Flamengo búið að bjóða Jorginho samning en hann er ekki í viðræðum við lið í Sádi.
Um er að ræða fyrrum leikmann Chelsea sem hefur í raun aldrei náð að stimpla sig inn sem lykilmaður á Emirates.