Það er ekkert sem bendir til þess að Trent Alexander-Arnold verði áfram hjá Liverpool, þrátt fyrir kjaftasögur um það undanfarið.
Samningur Trent er að renna út og hann er sagður á leið frítt til Real Madrid í sumar.
Allt er talið svo gott sem frágengið en í kjölfar þess að Mohamed Salah og Virgil van Dijk, sem áttu að renna út af samningi á Anfield í sumar einnig, skrifuðu undir fóru af stað sögusagnir um að Trent myndi gera slíkt hið sama.
Fabrizio Romano segir ekkert til í því og að enski bakvörðurinn muni skrifa undir hjá Real Madrid.