Newcastle ætlar að blanda sér í kapphlaupið um Liam Delap, framherja Ipswich, í sumar. Telegraph segir frá þessu.
Delap er eftirsóttur biti, en hann hefur skorað 12 mörk í fremur slöku liði Ipswich, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.
Hann verður fáanlegur fyrir aðeins 30 milljónir í punda vegna klásúlu í samningi sínum, en virkjast hún ef Ipswich fellur úr deildinni og er það svo gott sem öruggt.
Delap hefur verið sterklega orðaður við Manchester United undanfarið, en einnig Chelsea og fleiri félög.
Samkvæmt nýjustu fréttum ætlar Newcastle þó að taka þátt í kapphlaupinu að fullu.