Ruben Amorim vildi ekkert tjá sig um sóknarmanninn Matheus Cunha er hann var spurður út í mögulega komu leikmannsins.
Cunha er sagður vera á leið til United í sumar en hann er á mála hjá Wolves og er þeirra mikilvægasti maður.
Margir virtir blaðamenn hafa staðfest það að Cunha sé í viðræðum við United og mun verða keyptur fyrir um 60 milljónir punda.
,,Ég ætla ekki að tjá mig um Matheus því ef ég geri það einu sinni þá þarf ég að endurtaka mig í framtíðinni,“ sagði Amorim.
,,Ég gæti sagt að þetta sé samtal sem við getum átt í lok tímabils en ég er með ákveðna hugmynd um hvað við þurfum að gera og það er að gera hlutina snemma.“