Jamie Vardy hefur ákveðið að kveðja lið Leicester en hann er einn besti ef ekki besti framherji í sögu félagsins.
Vardy er 38 ára gamall og raðaði inn mörkum fyrir Leicester í mörg ár en er nú að kveðja í sumar.
Vardy og hans menn féllu úr efstu deild á þessu tímabili og mun hann ekki aðstoða liðið í næst efstu deild í kjölfarið.
Búist er við að Vardy muni halda áfram að spila og eru skórnir ekki farnir á hilluna í bili samkvæmt enskum miðlum.
Vardy spilaði með Leicester í um 13 ár en hann var stuttu fyrir það í utandeildinni og vakti þar athygli áður en hann samdi við Fleetwood Town.