Porto í Portúgal býst sterklega við því að strákur að nafni Rodrigo Mora verði dýrasti leikmaður í sögu liðsins á næstu árum.
Mora er ekkert smá efnilegur leikimaður en hann er 17 ára gamall og leikur fyrir aðallið félagsins.
Hann hefur nú krotað undir nýjan samning við Porto sem gildir til ársins 2030 og er kaupákvæði í samningnum upp á 70 milljónir evra.
Mora er sóknarsinnaður miðjumaður eða vængmaður og hefur skorað átta mörk í 20 leikjum í deild á tímabilinu.
Nico Gonzalez er í dag dýrasti leikmaður í sögu Porto ásamt Otavio en þeir kostuðu 60 milljónir evra.