Sádiarabíska félagið Al-Hilal vill fá Raphinha, stjörnu Barcelona, í sumar og hefur boðið honum samning. Spænska blaðið Sport heldur þessu fram.
Hinn 28 ára gamli Raphinha er að eiga frábært tímabil, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum í Katalóníu. Talið er að Al-Hilal sé til í að greiða um 75 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Samningur brasilíska kantmannsins yrði þá til fjögurra ára og myndi færa honum um 150 milljónir punda á þeim tíma.
Það er spurning hvort Sádunum takist að freista Raphinha og Barcelona með þessum fjárhæðum, en fjöldi stórstjarna hefur haldið í deildina þar í landi á undanförnum árum í leit að hærri launum.