fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433Sport

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson sagði frá því í þættinum A&B á Stöð 2, sem fjalla um hann og tvíburabróður hans Bjarka, að verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hafi verið drifkrafturinn á bak við óvænta ráðningu á þeim í starf þjálfara ÍA 2006.

Arnar og Bjarki tóku við af Ólafi Þórðarsyni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Voru þeir enn leikmenn á þessum tíma og höfðu aldrei þjálfað áður. „Við vorum bara langt frá þeirri hugsun að vera þjálfarar. Datt það ekki í hug. Gleymdu hugmyndinni. Mig minnir að Vilhjálmur Birgisson, núverandi verkalýðsfrömuður, hafi verið með mesta drifkraftinn á bak við þessa hugmynd, að við myndum taka við,“ sagði Arnar meðal annars í A&B.

Vilhjálmur tjáir sig um þetta í færslu á Facebook nú í kvöld. „Haha þeir eru dásamlegir þessir eðaldrengir Arnar og Bjarki, en það er rétt ég átti hugmyndina árið 2006 að fá þá bræður til að taka við Skagaliðinu en á þessum tíma var ég stjórnarmaður hjá knattspyrnufélagi ÍA. Rétt að minna á að árið 2006 vorum við í bullandi fallsæti og þurftum að gera erfiðar breytingar,“ skrifar hann.

„En þessu símtali við Arnar Gunnlaugsson árið 2006 gleymi aldrei, en þegar ég hringdi og spurði hann hvort þeir bræður væru tilbúnir til að taka við Skagaliðnu við þessar erfiðu aðstæður var svarið já. Þá spurði ég þennan snilling hvað kostið þið bræður en á þessum tíma var fjárhagsstaða félagsins alls ekki góð. Svarið frá Arnari var ótrúlegt, ekkert Villi við gerum þetta frítt fyrir okkar uppeldisklúbb sem hefur gert svo margt fyrir okkur og svo kom frá Arnari, Villi hvenær er næsta æfing þarf að hringja í Bjarka bróðir og láta hann vita!“

Arnar og Bjarki áttu svo eftir að bjarga Skagamönnum frá falli þetta sumarið. Vilhjálmur rifjar í pistli sínum upp að hann hafi sagt við Arnar að hann mætti aldrei gleyma því hver uppgötvaði hæfileika hans í þjálfun. Flestir þekkja það hversu langt Arnar, landsliðsþjálfari Íslands, hefur náð síðan, þó hann hafi upplifað hæðir og lægðir á leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi

Martröð hjá markverði Stjörnunnar í gær – Sjáðu mörkin átta í Garðabænum í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum

Arteta í göngutúr með Win vekur kátínu hjá netverjum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum
433Sport
Í gær

Var við það að brotna niður þegar hann ræddi við menn eftir afrekið í gær – Sjáðu ræðuna

Var við það að brotna niður þegar hann ræddi við menn eftir afrekið í gær – Sjáðu ræðuna
433Sport
Í gær

Ótrúleg ummæli í beinni – „„Farðu niður götuna hlunkur og fáðu þér franskar“

Ótrúleg ummæli í beinni – „„Farðu niður götuna hlunkur og fáðu þér franskar“