Það er ekki ólíklegt að Thomas Partey verði áfram hjá Arsenal þó samningur hans renni út í sumar.
Þetta kemur fram í helstu miðlum, en viðræður standa nú yfir milli miðjumannsins og Arsenal.
Þessi 31 árs gamli Ganverji er enn lykilmaður hjá Arsenal, sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Vill félagið því halda honum og er Partey sjálfur opinn fyrir því að vera áfram, en hann er á sínu fimmta tímabili hjá Arsenal.
Líklegasta niðurstaðan er að Partey skrifi undir nýjan tveggja ára samning í London, en náist samkomulag ekki mun hann horfa í kringum sig á næstunni.