Vera Varis markvörður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna átti erfiðan dag á skrifstofunni í gær þegar liðið tapaði 2-6 gegn Víkingi á heimavelli.
Stjarnan hefur byrjað tímabilið erfiðlega en Varis átti mjög erfiðan leik í gær.
Stjarnan var í gjafastuði snemma leiks þar sem varnarmenn liðsins og Varis og voru í vandræðum.
Víkingur gekk á lagið og vann sannfærandi sigur en Stjarnan hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
Mörkin má sjá hér að neðan.