Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen á nú í viðræðum við Manchester City um miðjumannin James McAtee samkvæmt Sky í Þýskalandi.
Hinn 22 ára gamli McAtee vill vera í stærra hlutverki og virðist ekki ætla að fá það, þó svo að Pep Guardiola vilji helst halda honum.
Leverkusen virðist sem stendur lílegasta félagið til að hreppa hann en einnig er áhugi frá öðrum félögum á Englandi, sem og Ítalíu.
McAtee kom upp í gegnum unglingastarf City en var í láni hjá Sheffield United í tvö tímabil. Hann er samningsbundinn í Manchester út næstu leiktíð og gæti félagið því freistað þess að selja hann í sumar.