Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United hefur óskað eftir því að félagið sæki Kevin de Bruyne frítt í sumar.
Samningur De Bruyne við Manchester City er að renna út og fær hann ekki nýjan samning.
De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um langt skeið.
„United? Hann þarf ekki einu sinni að flytja,“ sagði Keane þegar hann var spurður hvaða lið gæti tekið hann í ensku deildinni.
DE Bruyne hefur nefnilega sjálfur opnað á það að spila áfram á Englandi og telur sjálfur sig eiga nóg eftir í tanknum.