Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur.
Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í 27 leikjum fyrir ÍBV og skorað í þeim 11 mörk. Hann skrifar nú undir 3 ára samning við ÍBV og getur leikið með liðinu í næsta leik, gegn Fram á fimmtudaginn.
Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var ánægður með að næla í Spánverjann.
„Það er gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur Eyjamenn að endurheimta Vicente. Vicente er frábær miðjumaður og mun án nokkurs vafa verða lykilmaður í okkar liði.“
Næsti leikur ÍBV er á fimmtudaginn þegar Framarar koma í heimsókn á Þórsvöllinn, sá leikur hefst klukkan 16:00.