Manchester United leiðir kapphlaupið um Matheus Cunha, sóknarmann Wolves, samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano.
Brasilíumaðurinn og hans fulltrúar eru búnir að funda með United og eru báðir aðilar mjög jákvæðir eftir þær viðræður.
Cunha er með 16 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni og hefur verið ljós punktur í slöku liði Wolves.
Hann er fáanlegur fyrir 62,5 milljónir punda vegna klásúlu í samningi sínum. Fleiri félög hafa áhuga en líklegast er að hann endi hjá United, sem vantar framherja.
Ruben Amorim, stjóri United, freistar þess að snúa gengi liðsins við á næstu leiktíð eftir miklar hörmungar á þeirri sem nú stendur yfir.
Cunha er sagður hafa heillast af framtíðarsýn félagsins.