Hannibal Mejbri var hluti af liði Burnley sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Hannibal var keyptur til Burnley frá Manchester United síðasta sumar.
Miðjumaðurinn sem kemur frá Túnis var með klásúlu að ef Burnley færi upp þá fengi United væna summu.
BBC segir upphæðina vera meira en eina milljóna punda og því fara líklega um 200 milljónir króna í vasa United á næstu dögum.
Hannibal hefur verið í stóru hlutverki hjá Burnley í ár og fær nú tækifæri í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Man Utd benefit from six-figure sum re Burnley promotion as a result of clause in Hannibal Mejbri transfer.
— Simon Stone (@sistoney67) April 22, 2025