FH hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni, gegn Stjörnunni og Vestra. Um helgina tapaði liðið svo 1-0 gegn Fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Sigurður, sem er sömuleiðis fyrrum leikmaður FH og lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar þjálfara þar um skeið, er ósáttur við uppleggið í fyrstu leikjum tímabilsins og segir að tími sé kominn á nýjan mann.
„Þarf FH ekki bara að skipta um þjálfara? Það er ótrúlegt að hann byrji ekki með Kristján Flóka frammi í þessum leik,“ segir Sigurður í Dr. Football, er tapið gegn Fram var til umræðu.
„Svo er það uppleggið hans á móti Vestra. Þar var hann 1-0 undir í hálfleik með vindinn í bakið í seinni hálfleik. En þeir pressa ekki. Ég held þetta sé alveg komið gott, reka hann strax.“