Sky Sports segir frá þessu, en hinn 19 ára gamli Doue er að eiga frábært tímabil með PSG, sem er búið að vinna frönsku úrvalsdeildina og komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
PSG vill alls ekki missa Doue og er hann samningsbundinn til 2029. Ljóst er að mjög dýrt yrði að fá hann.
City er hins vegar á leið í enduruppbyggingu. Kevin De Bruyne er á förum og gæti Bernardo Silva til að mynda einnig verið að fara.
Það er því farið að horfa í menn til framtíðar og er Doue, sem getur spilað úti á kanti og fyrir aftan framherja, á blaði.