Joey Barton er einn umdeildasti leikmaðurinn sem enski boltinn hefur haft og ekki hefur það minnkað eftir að hann hætti í boltanum.
Barton er oft með umdeildar skoðanir á samfélagsmiðlum og er óhræddur við að láta menn heyra það.
Í gær skellti Barton inn færslu með mynd úr ensku götublaði frá árinu 2011, þar var sagt að Manchester United hefði haft áhuga á honum.
„Varð að hafna Ferguson, það var ekki einfalt. Ég elskaði að spila hjá Newcastle og elskaði Manchester City líka,“ sagði Barton.
Þessi orð hans stangast á við það sem hann hefur áður sagt.
A mate just sent me this blast from the past.
Had to tell Big Fergie no. ❌
Wasn’t easy.
But loved living and playing in Newcastle.🖤
And loved Man City.🩵#peopleforgethowgoodiwas pic.twitter.com/uOiO3qIRvQ
— Pope Joseph Barton II (@Joey7Barton) April 21, 2025
Í ævisögu sem Barton gaf út fyrir nokkrum árum sagði hann að áhuginn frá United hefði aldrei verið til staðar.
Vinur hans hafi hringt í hann og sagst vera Ferguson, Barton hefði keypt það til að byrja með en svo fengið að vita hvað var í gangi.
Barton virðist hafa gleymt því sem hann sagði í ævisögu sinni og ákvað að búa til fallegri og betri sögu fyrir sjálfan sig í dag.
In his own autobiography, Barton said Man United’s interest was actually a prank from his mate who was impersonating Fergie https://t.co/FRe6AJeP9z pic.twitter.com/HEFEOz9ldW
— The Upshot podcast (@UpshotTowers) April 22, 2025