fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433Sport

Hræðilega vandræðaleg lygi hans opinberuð – Setti fram færslu í gær sem stenst ekki skoðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 20:30

Joey Barton - Eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton er einn umdeildasti leikmaðurinn sem enski boltinn hefur haft og ekki hefur það minnkað eftir að hann hætti í boltanum.

Barton er oft með umdeildar skoðanir á samfélagsmiðlum og er óhræddur við að láta menn heyra það.

Í gær skellti Barton inn færslu með mynd úr ensku götublaði frá árinu 2011, þar var sagt að Manchester United hefði haft áhuga á honum.

„Varð að hafna Ferguson, það var ekki einfalt. Ég elskaði að spila hjá Newcastle og elskaði Manchester City líka,“ sagði Barton.

Þessi orð hans stangast á við það sem hann hefur áður sagt.

Í ævisögu sem Barton gaf út fyrir nokkrum árum sagði hann að áhuginn frá United hefði aldrei verið til staðar.

Vinur hans hafi hringt í hann og sagst vera Ferguson, Barton hefði keypt það til að byrja með en svo fengið að vita hvað var í gangi.

Barton virðist hafa gleymt því sem hann sagði í ævisögu sinni og ákvað að búa til fallegri og betri sögu fyrir sjálfan sig í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Greiðir United sex og hálfan milljarð fyrir 17 ára strák?

Greiðir United sex og hálfan milljarð fyrir 17 ára strák?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum leikmenn Arsenal mætast á hliðarlínunni

Fyrrum leikmenn Arsenal mætast á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
433Sport
Í gær

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019
433Sport
Í gær

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn