Manchester United vill fá Franco Mastantuono, ungstirni River Plate, í sumar og er til í að greiða vel fyrir. The Sun segir frá.
Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall er Mastantuono að spila stórt hlutverk fyrir argentíska stórliðið. Hann spilar helst úti á kanti og hefur verið líkt við Phil Foden hjá Manchester City.
Klásúla er í samningi Mastantuono upp á 38 milljónir punda. United er ekki eina félagið sem hefur áhuga, því það hafa Atletico Madrid og Barcelona einnig.
United hefur undanfarið sótt þó nokkra unga og efnilega leikmenn fyrir framtíðina og hyggst félagið halda því áfram.