Kylian Mbappe virðist vera búinn að missa traust margra stuðningsmanna Real Madrid miðað við leik liðsins gegn Athletic Bilbao í gær.
Real vann 1-0 heimasigur á Athletic þar sem Federico Valverde skoraði eina mark leiksins.
Mbappe spilaði ekki leikinn í gær en var sjáanlegur á stóra skjánum á Santiago Bernabeu um tíma þar sem hann fylgdist með í stúkunni.
Margir stuðningsmenn Real bauluðu á Mbappe eftir að hann birtist á skjánum og eru enn reiðir eftir tap gegn Arsenal í Meistaradeildinni.
Mbappe var ekki til taks í þessum 1-0 sigri vegna leikbanns en hann hefur skorað 22 mörk í deild á þessu tímabili.
Myndband af þessu má sjá hér.
🫣Mbappé en la pantalla del Bernabéu… y hay pitos para el francés pic.twitter.com/zsES1ThGZj
— MARCA (@marca) April 20, 2025