Burnley og Leeds eru búin að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir umferðina sem fór fram í dag.
Burnley vann Sheffield United 2-1 heima og Leeds valtaði yfir Stoke með sex mörkum gegn engu.
Þessi tvö lið eru nú í fyrsta og öðru sætinu þegar tvær umferðir eru eftir og eru bæði með 94 stig.
Það verður spennandi að sjá hvaða lið fylgir þeim upp en Sheffield United, Sunderland, Bristol City og Coventry sitja í umspilssæti.