Stefán Gísli Stefánsson er orðinn leikmaður Vals en hann kemur til félagsins frá Fylki.
Þetta staðfesti Valur í dag en um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann sem er aðeins 18 ára gamall.
Stefán gerir fimm ára samning við Val og mun nýtast liðinu vel í Bestu deild karla á þessu tímabili.
Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fylkis fyrir um tveimur árum og spilaði níu leiki í Bestu deildinni síðasta sumar.
Stefán er varnarmaður og er fæddur árið 2006 en hann á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.