Bruno Fernandes var á varamannabekk Manchester United í dag er liðið mætti Wolves.
Það er í raun mjög óvænt en lið hans tapaði leiknum 1-0 eftir aukaspyrnumark Pablo Sarabia.
Ruben Amorim, stjóri United, ákvað að hvíla Fernandes í þessum leik fyrir mikilvægan leik í Evrópudeildinni gegn Athletic Bilbao.
Um er að ræða fyrirliða United en hann hafði ekki verið á bekk liðsins frá árinu 2022 og þá í janúar það ár einmitt gegn Wolves.
Fernandes er að margra mati mikilvægasti leikmaður United en hann kom inná sem varamaður á 59. mínútu í tapinu.