fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Viðurkennir að traustið sé farið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 10:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann átti sig á að hluti stuðningsmanna sé búinn að missa traustið til hans.

Ástralinn tók við Tottenham fyrir síðustu leiktíð og fór vel af stað en síðan hefur farið að halla undan fæti. Liðið er nú fast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, dottið úr báðum bikarkeppnunum á Englandi en er að vísu enn með í Evrópudeildinni.

Stuðningsmenn hafa áður látið óánægju sína í ljós á heimavelli Tottenham og Postecoglou meira að segja rifist við einhverja þeirra.

„Það liggur enginn vafi á því að stór hluti stuðningsmanna hefur ekki jafnmikla trú og áður á því sem við erum að gera. Þeim leist á það sem þeir sáu í fyrra en það sama hefur ekki verið uppi á teningnum í ár,“ segir Postecoglou.

„Ég er samt mjög bjartsýnn ennþá. Ég held að við komumst yfir þetta og verðum mun betri. Ef við gerum það verðum við sterkari en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun
433Sport
Í gær

Fer goðsögnin að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni?

Fer goðsögnin að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni?
433Sport
Í gær

Mikið áfall fyrir Arsenal þegar styttist í Real Madrid – „Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður“

Mikið áfall fyrir Arsenal þegar styttist í Real Madrid – „Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður“