Það er lítið til í þeim sögusögnum að maður að nafni Andre Jardine muni taka við brasilíska landsliðinu.
Það er Jardine sjálfur sem greinir frá en hann hefur verið orðaður við starfið og er í dag aðalþjálfari Club America í Mexíkó.
Um er að ræða Brasilíumann sem hefur þjálfað yngri landslið Brasilíu en hann ber sjálfur litla trú á því að hann verði ráðinn til starfa á næstunni.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn, Brasilía horfir á stærstu nöfnin eða stærstu þjálfarana eins og Carlo Ancelotti og Pep Guardiola,“ sagði Jardine.
,,Ég er ekki á sama stað og þeir. Vonandi einn daginn þá mun ég verðskulda þetta sæti en það er heitt og það er þungt.“
,,Brasilía vill fá heimsklassa þjálfara til að taka við.“