Nú er komið að liðinu sem er í 11. sæti, og fellur með Vestra samkvæmt okkar spá, en það eru nýliðarnir í ÍBV, sem unnu Lengjudeildina í fyrra. Frá því á síðustu leiktíð er nýr þjálfari tekinn við, Þorlákur Árnason kominn í stað Hermanns Hreiðarssonar.
Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur um Bestu deildina, hefur þetta að segja um ÍBV:
Sóknarlega er ég mjög spenntur fyrir þeim, með Oliver Heiðarsson fremstan í flokki, en varnarlega hef ég hins vegar áhyggjur. Heilt yfir eru þeir í raun með slakara lið en í fyrra, búnir að missa menn eins og Vicente Valor og Tómas Bent, og ég er ekki nógu hrifinn af erlendu leikmönnunum sem þeir hafa fengið.
Lykilmaðurinn
Oliver Heiðarsson
Þarf að stíga upp
Alex Freyr Hilmarsson