Ótrúleg tölfræði Rasmus Hojlund eftir leik Manchester United gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær hefur fengið stuðningsmenn liðsins til að tala.
Forest vann leikinn 1-0 með marki fyrrum United mannsins Anthony Elanga. Hojlund lék seinni hálfleikinn, en framherjinn hefur lítið sem ekkert getað frá því hann kom til United fyrir síðustu leiktíð.
Undir lok leiks var miðvörðurinn Harry Maguire settur inn á en lék í raun í stöðu framherja til að finna jöfnunarmarkið.
Það tókst næstum því en tilraun hans var komið frá af varnarmönnum Forest. Hún skilaði honum þó fleiri áætluðum mörkum, XG, en Hojlund hefur náð í síðustu 15 leikjum.
Þetta er til marks um það hvað Daninn hefur ógnað lítið, en stuðningsmenn eru vægast sagt slegnir yfir þessu.
Not even an April Fools.
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) April 1, 2025