Það eru ekki margir sem kannast við knattspyrnumanninn Jhon Fredy Hurtado en hann kemur frá Kólumbíu.
Hurtado kom sér í fréttirnar á sínum tíma er hann lék fyrir lið Quiche FC sem er í efstu deild í Gvatemala
Þegar Hurtado var 33 ára gamall kom hann sér í mikil vandræði en the Upshot rifjar upp hvað átti sér stað árið 2020.
Hurtado var ekki lengi hjá Quiche eftir hegðun sína en hann var látinn fara frá félaginu en lagði svo skóna á hilluna tveimur árum seinna.
Hurtado var gómaður í að stunda kynlíf á almannafæri og ef það var ekki nóg þá mútaði hann lögregluþjónum.
Leikmaðurinn bauð einum lögreglumanni farsíma og tíu pund ef hann væri til í að sleppa sér sem gekk að sjálfsögðu ekki.
Lögreglan handtók manninn fyrir kynlífið og mútunina og var þetta í raun síðasti naglinn í kistu leikmannaferilsins.
Atvikið átti sér stað á bílastæði í Gvatemala en hann þurfti að borga háa sekt og sat inni í fangaklefa þessa nótt.