fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Mikið áfall fyrir Arsenal þegar styttist í Real Madrid – „Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 09:30

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru meiðslavandræði í vörn Arsenal og mikilvægir leikir framundan gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Arsenal vann 2-1 sigur á Fulham í gær. Mikel Merino og Bukayo Saka skoruðu mörkin, en sá síðarnefndi var að snúa aftur eftir nokkurra mánaða meiðsli.

Skytturnar urðu þó fyrir áfalli í gær þegar miðvörðurinn Gabriel þurfti að fara af velli vegna meiðsla aftan á læri eftir aðeins stundarfjórðung. Þá þurfti Jurrien Timber að fara af velli í seinni hálfleik sömuleiðis.

„Við vitum ekki hvað verður með þá. Við skoðum þá á morgun og reynum að átta okkur betur á stöðunni. Þetta eru leikmenn sem vilja aldrei fara út af,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir leik í gær.

Ricardo Calafiori meiddist þá í landsleikjahléinu með Ítalíu og þá kom bakslag í endurkomu Ben White á völlinn.

„Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður með að missa þessa fjóra í einn viku. En við höfum enn fjóra til viðbótar sem eru meira en til í að stíga upp,“ sagði Arteta.

Arsenal mætir Real Madrid á þriðjudag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram átta dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði fær stuðningsmenn United til að tala

Sláandi tölfræði fær stuðningsmenn United til að tala
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann eigi varla möguleika á að fá starfið – ,,Ég er ekki á sama stað og þeir“

Viðurkennir að hann eigi varla möguleika á að fá starfið – ,,Ég er ekki á sama stað og þeir“