Manchester United ætlar að reyna að fá Liam Delap frá Ipswich í sumar. Daily Mail segir frá.
Framherjinn er eftirsóttur, en hann hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir lið Ipswich, sem stefnir aftur niður í B-deildina.
Delap gekk í raðir Ipswich frá Manchester City í fyrra en stefnir í að hann söðli um á ný.
Liverpool, Chelsea og Newcastle hafa einnig áhuga en United ætlar allavega að vera með í kapphlaupinu.
Delap er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara fyrir 40 milljónir punda ef Ipswich mistekst að halda sér uppi, en liðið er 12 stigum frá öruggu sæti sem stendur.