Jón Guðni Fjóluson leikmaður Víking, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.
Jón kom til liðsins í ársbyrjun 2024 eftir að hafa verið frá knattspyrnu í u.þ.b. 2 ár vegna slæmra meiðsla. Þrátt fyrir mikla baráttu við meiðsli náði Jón samt sem áður að spila 37 leiki fyrir Víkings hönd. þ.á.m. 17 í Bestu deildinni, 15 leiki í Evrópukeppni og átti Jón stóran þátt í sögulegri velgengni Víkings í Evrópu á nýliðnu keppnistímabili.
Á glæsilegum ferli sem spannar 16 ár spilaði Jón Guðni í Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi ásamt því að spila 18 leiki fyrir Íslands hönd.