Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen, vonar innilega að félagið haldi vængmanninum Leroy Sane sem er orðaður við brottför.,
Kane er hrifinn af því að spila með Sane sem verður samningslaus í sumar og er orðaður við ensk félög – hann var áður á mála hjá Manchester City.
Sane verður samningslaus í sumar og er framhaldið óljóst en Kane myndi vilja halda leikmanninum á Allianz Arena ef hann fengi að ráða.
,,Það er augljóst að við náum vel saman. Hann er ógnvekjandi andstæðingur og býr yfir miklum gæðum,“ sagði Kane.
,,Þetta er augljóslega ekki mín ákvörðun heldur félagsins. Ég elska að spila með Leroy og myndi vilja halda honum. Þetta er þó eitthvað sem hann og félagið þurfa að ræða.“