Það voru margir mjög hissa í vikunni þegar um 100 Spánverjar voru mættir á leik óþekkts liðs sem ber heitið Harborough Town.
Haraborough spilar í sjöundu efstu deild Englands og spilaði nýlega við St. Ives í þeirri deild.
Flestir af þessum Spánverjum voru mættir í treyju liðsins á leikinn en liðið var stofnað árið 2011 og er vinsælt á YouTube.
Því miður fyrir þá spænsku þá tapaðist leikurinn 2-1 en þeir spænsku fengu að hitta leikmenn eftir leik og fengu sér öl og ræddu málin.
Spánverjarnir hafa fylgst með gengi liðsins í gegnum YouTube undanfarin ár og sumir hafa stýrt liðinu í tölvuleiknum Football Manager.
Einn Spánverjinn kemur frá Espanyol og vonast til þess að allt að 300 manns mæti næst þegar ferðast verður til Englands á leik liðsins.