Juventus er tilbúið að nota miðjumanninn Douglas Luiz í von um að krækja í ítalska landsliðsmanninn Sandro Tonali.
Þetta segir blaðamaðurinn Daniele Longo en Juventus hefur verið að horfa til Englands undanfarið og vill fá Tonali í sínar raðir.
Tonali er miðjumaður líkt og Luiz sem er ekki lykilmaður hjá Juventus en hann var áður á mála hjá Aston Villa.
Talið er að Luiz vilji sjálfur snúa aftur í enska boltann og er Tonali þá sagður opinn fyrir því að fara aftur heim.
Í sömu frétt er sagt frá því að Juventus sé reiðubúið að borga 30 milljónir evra og Luiz í skiptum fyrir Tonali.