Stuðningsmenn Aston Villa eru alls ekki sáttir með stjóra sinn Unai Emery eftir leik við Paris Saint-Germain á þriðjudag.
Þetta kemur fram í Birmingham Mail en miðillinn fer ítarlega yfir 3-2 sigur liðsins á PSG sem dugði ekki til að komast í undanúrslit.
Marcus Rashford fékk tækifæri í sóknarlínunni í sigrinum en fyrri leikurinn tapaðist 3-1 og eru þeir ensku því úr leik.
,,Er Emery alveg búinn að missa það? Hvað ertu að hugsa?“ skrifar einn um ákvörðunina og annar bætir við: ,,Þvílíka helvítis bullið. Nú þarf að hugsa.“
Rashford er lánsmaður frá Manchester United en Watkins hefur undanfarin ár verið aðal markaskorari Villa og staðið sig með prýði.
Þetta ýtir undir sögusagnir að Watkins sé á förum í sumar en hann hefur verið orðaður við lið eins og Arsenal.