Sjónvarpssamningur vegna Heimsmeistaramóts félagsliða hefur vakið athygli og þá sérstaklega í Bretlandi.
Enginn áhugi var á því að kaupa mótið sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar, Sky, BBC og fleiri höfðu engan áhuga á að borga fyrir mótið.
ITV bauðst til að taka mótið en vildi ekki borga krónu fyrir réttinn á því, var þetta áfall fyrir FIFA sem er að setja púður í keppnina.
Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu, Upshot.
It was always gonna be hard to beat ITV's bid of £0 for the Club World Cup, but Saudi just about edged them out with their offer: $1 billion. pic.twitter.com/tIat2uPzDU
— The Upshot podcast (@UpshotTowers) April 11, 2025
DAZN sem er öflug streymisveita mætti þá og bauð 1 milljarð dollara í réttinn í Englandi, vakti þetta nokkra athygli.
Nokkrum dögum áður hafði DAZN fengið milljarð dollara frá ríkisstjórn Sádí Arabíu, er þetta sagt tengjast sterkum böndum.
Þegar FIFA hafði samþykkt tilboð DAZN með peningum frá Sádí Arabíu var leiðin greið, því nokkrum dögum síðar var svo staðfest að Heimsmeistaramótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu.
Telja margir að Sádarnir hafi keypt sér atkvæði og mótið með því að dæla peningum í Heimsmeistaramót félagsliða sem er umdeilt mót og hefur hingað til ekki kveikt áhuga hjá fólki.