Dele Alli, fyrrum undrabarn Tottenham, hitti vini sína í vikunni fyrir leik Bayern Munchen og Inter Milan í Meistaradeildinni.
Alli hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár vegna andlegra vandamála en hann er í dag á mála hjá Como á Ítalíu.
Harry Kane og Eric Dier eru leikmenn Bayern og voru staddir á Ítalíu í vikunni fyrir leik gegn Inter Milan í Meistaradeildinni.
Alli nýtti tækifærið og fór og hitti vini sína en þessir þrír menn voru lengi saman hjá Tottenham og þekkjast vel.
Kane og Dier fengu treyjur Como að gjöf eins og má sjá hér fyrir neðan.
View this post on Instagram