Myndir af fyrrum markmanninum Tomasz Kuszczak hafa vakið mikla athygli í þessari viku en um er að ræða fyrrverandi leikmann Manchester United.
Kuszczak spilaði sinn síðasta leik árið 2019 hjá Birmingham en hann var bundinn United í um sex ár og spilaði 61 leik.
Pólverjinn þykir óþekkjanlegur í dag en hann birti myndir af sér á grannaslag gegn Manchester City nýlega.
Kuszczak er 43 ára gamall í dag en hann vann þrjá deildartitla með United og upplifði góða og þægilega tíma hjá félaginu.
Kuszczak hitti fyrrum liðsfélaga sinn Darren Fletcher á Old Trafford fyrir leik en sá síðarnefndi er mjög þekkjanlegur annað en sá fyrrnefndi.
,,Það eru nokkur ár síðan en gildin eru sú sömu. Það var gaman að mæta á Old Trafford og hitta gamla vini,“ skrifar Kuszczak við myndirnar sem má sjá hér.