Manchester United er komið áfram í Evrópudeildinni eftir ótrúlegan leik við Lyon frá Frakklandi á Old Trafford.
Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli eins og í Frakklandi og var viðureignin því framlengd.
Allt stefndi í að Lyon myndi vinna framlenginguna eftir að hafa komist í 4-2 þegar 12 mínútur voru eftir.
United gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og vann leikinn 5-4 á einhvern ótrúlegan hátt.
Joshua Zirkzee, leikmaður United, birti skemmtilega færslu á Instagram síðu sína í kvöld þar sem hann skammaði þá sem fóru af leiknum snemma og misstu af endurkomunni.
Hana má sjá hér.
📲 Joshua Zirkzee via Instagram!
“To all the fans who left when we were down. Have a listen to this” ❤️ pic.twitter.com/IK5H5lOyYE
— UtdTruthful (@Utdtruthful) April 17, 2025