fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Varð uppvís að röð hneyksla – Kynlífsmyndband og drykkja undir stýri leiddu til U-beygju

433
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Madelene Wright hefur vægast sagt átt stormasaman feril en hún sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í fyrra eftir hlé.

Hún var efnileg á yngri árum en var rekinn frá félagi sínu á þeim tíma, Charlton, eftir röð hneyksla. Átti þetta sér stað árið 2020.

Wright hafði deilt myndböndum af sér að taka inn hláturgas, sem er ekki vel liðið innan fótboltans. Hún stoppaði alls ekki þar. Annað myndband fór í umferð af henni að drekka áfengi á meðan hún brunaði áfram á bifreið sinni.

Madelene Wright.

Þriðja myndbandið var svo síðasti nagli í kistu Wright hjá Charlton. Þar sást hún stunda kynlíf á meðan hún talaði í símann. Charlton fékk nóg og lét hana fara vegna þessa stöðugu vandræða utan vallar.

Wright sneri sér að allt öðru eftir þetta, OnlyFans, þar sem hún birti djarft efni fyrir áskrifendur gegn gjaldi. Gerði hún það í kjölfar þess að hafa haslað sér völl á Instagram.

Það var ekki það eina sem hún tók sér fyrir hendur, heldur streymi hún einnig tölvuleikjum og gátu aðdáendur fylgst með þar sömuleiðis.

Árið 2023 ákvað Wright svo að tími væri til kominn að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Skrifaði hún þá undir hjá Leyton Orient.

Hún stoppaði þó stutt þar og skrifaði undir hjá Chesham í ensku neðri deildunum í fyrra, auk þess að fylgja eftir ferli sínum utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina