Leon Goretzka verður áfram hjá Bayern Munchen, en Manchester United hefur sýnt honum áhuga undanfarið.
Þýska blaðið Bild segir frá þessu, en miðjumaðurinn hefur tekið að sér nokkuð stóra rullu frá því Vincent Kompany tók við lyklunum hjá Bayern.
Samningur hins þrítuga Goretzka rennur út eftir næstu leiktíð og hefur hann því verið orðaður við brottför.
Bild segir United hafa sýnt honum áhuga með það fyrir augum að fá hann á góðu verði í sumar, en að ekkert verði af því í bili hið minnsta.