I Paper í Englandi segir að fjórir markverðir séu á blaði Manchester United fyrir sumarið, félagið skoðar að skipta út Andre Onana.
Onana hefur verið í tómu tjóni undanfarið og átt í raun erfitt þessi tvö ár sín á Old Trafford.
Bart Verbruggen markvörður Brighton er sagður mjög ofarlega á blaði en hann er 22 ára gamall landsliðsmaður frá Hollandi.
Aaron Ramsdale markvörður Southampton hefur einnig verið nefndur til sögunnar.
Onana var settur út úr hóp um helgina hjá United en kemur aftur inn gegn Lyon í Evrópudeildinni á morgun.