Andre Onana snýr aftur í mark Manchester United gegn Lyon í Evrópudeildinni annað kvöld. Ruben Amorim stjóri liðsins staðfestir þetta.
Onana fékk hvíld um helgina, í 4-1 tapi gegn Newcastle, í kjölfar dapra frammistöðu sinnar, þá sérstaklega í fyrri leiknum gegn Lyon.
Altay Bayindir stóð í rammanum í hans stað en Onana verður þar á morgun.
United mætir Lyon annað kvöld í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og óhætt að segja að United horfi til þess að bjarga skelfilegu tímabili með því að vinna Evrópudeildina.