Það voru slæm mistök gerð fyrir leik Aston Villa og PSG í Meistaradeildinni í gær.
Liðin mættust í 8-liða úrslitum og leiddi Parísarliðið 3-1 fyrir seinni leikinn í Birmingham í gær.
Villa tókst næstum að snúa taflinu við, en vann 3-2 sem dugði ekki til.
Fyrir leiki í Meistaradeildinni er hið fræga lag keppninnar ávalt spilað en eitthvað klikkaði í gær og var lag Evrópudeildarinnar spilað.
Óhætt er að segja að leikmenn hafi verið steinhissa á þessu, eins og sjá má hér neðar.
„Einhver þarf að finna sér nýtt starf í fyrramálið,“ var sagt í gamansömum tón á BeIN Sports eftir að atvikið kom upp.
🗣️ "That's the Europa League anthem!" 😬
Some confused looking players ahead of the match at Villa Park 😅#beINUCL #AVLPSG #UCL pic.twitter.com/BlfarQKY2s
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) April 15, 2025