Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 5-1 sigur samanlagt á Real Madrid. Seinni leikurinn í kvöld fór 1-2.
Arsenal fór inn í leikinn með frábæra stöðu eftir 3-0 sigur á heimavelli. Arsenal varðist vel og gaf varla færi á sér.
Arsenal fékk vítaspyrnu snemma leiks en Bukayo Saka ákvað að vippa á markið, varði Thibaut Courtois það frá honum. Staðan markalaus í hálfleik.
Saka var þó ekki hættur að vippa því hann fékk boltann inn fyrir vörn Real Madrid og vippaði yfir Courtois, nú fór boltinn í markið og Arsenal komið yfir á Bernabeu.
Skömmu síðar jafnaði Vini Jr. leikinn þegar William Saliba var sofandi í vörninni. Það var svo Gabriel Martinelli sem tryggði Arsenal 1-2 sigur á kvöldinu með marki í uppbótartímai og ljóst að Arsenal mætir PSG í undanúrslitum.
Í hinum leik kvöldsins gerðu Inter og Bayern 2-2 jafntefli, Inter vann fyrri leikinn og er því komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Barcelona.