Dean Huijsen varnarmaður Bournemouth er eftirsóttur biti en enskir miðlar segja að hann vilji halda áfram að spila þar í landi.
Huijsen er tvítugur og kom til Bournemouth frá Juventus síðasta sumar.
Spænski landsliðsmaðurinn er á óskalista bæði FC Bayern og Real Madrid en honum hugnast betur að vera áfram á Englandi.
Chelsea, Arsenal, Manchester City og fleiri lið hafa verið nefnd til sögunnar.
Huijsen hefur staðið vaktina frábærlega í vörn Bournemouth í vetur sem varð til þess að hann var kallaður inn í spænska landsliðið.