Aaron Boupendza knattspyrnustjarna frá Gabon lést í hræðilegu slysi í Kína, hann var aðeins 28 ára gamall.
Hann féll af elleftu hæð í Kína þar sem hann lék með Zhejiang FC.
Boupendza gekk í raðir Zhejiang FC í janúar og hafði skorað fjögur mörk og lagt upp sex í fyrstu sex leikjunum sínum.
Boupendza var landsliðsmaður Gabon en hann hafði leikið víða og staðið sig vel.
Hann lék með Bordeaux í Frakklandi og Hatayspor í Tyrklandi áður en hann fór til Cincinnati í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Rannsókn á andláti hans er í fullum gangi en forráðamenn Zhejiang fóru að leita hans eftir að hann mætti ekki á æfingu.