fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
433Sport

Faðir leikmanns Liverpool tjáir sig um kjaftasögurnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Alexis Mac Allister, leikmanns Liverpool, hefur gefið í skyn að leikmaðurinn sé alls ekki á förum frá félaginu, þrátt fyrir kjaftasögur um áhuga Real Madrid.

Miðjumaðurinn hefur heillað hjá Liverpool og hefur verið fjallað um að Real Madrid horfi til hans. Þá má þó búast við að kappinn verði áfram hjá Liverpool ef marka má orð föður hans, Carlos.

„Þetta er ekkert til að tala um. Alexis er mjög sáttur hjá Liverpool, er með samning hér og vill vinna hluti,“ segir Carlos.

„Það er mikilvægt að virða félagið sem þú spilar fyrir, svo það er algjör óþarfi að ég tjái mig um þetta.“

Mac Allister er 26 ára gamall og gekk í raðir Liverpool frá Brighton fyrir síðustu leiktíð. Hann er samningsbundinn í rúm þrjú ár til viðbótar.

Það mun ekkert koma í veg fyrir að Argentínumaðurinn verði Englandsmeistari með Liverpool í vor, en liðið er langefst í úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Manchester United virkjar samtalið – Er fáanlegur ódýrt

Manchester United virkjar samtalið – Er fáanlegur ódýrt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gæti óvænt landað stóru starfi

Rooney gæti óvænt landað stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus félagaskipti gætu hrint af stað ótrúlegri fléttu í sumar – Haaland færi frá Manchester City

Fordæmalaus félagaskipti gætu hrint af stað ótrúlegri fléttu í sumar – Haaland færi frá Manchester City
433Sport
Í gær

Real Madrid ætlar að reyna að kaupa Haaland í sumar ef þetta gerist

Real Madrid ætlar að reyna að kaupa Haaland í sumar ef þetta gerist
433Sport
Í gær

Lið umferðarinnar í enska – Tveir úr Newcastle

Lið umferðarinnar í enska – Tveir úr Newcastle
433Sport
Í gær

Sturluð upphæð sem umboðsmenn fengu á einu ári – Þessi félög borguðu mest

Sturluð upphæð sem umboðsmenn fengu á einu ári – Þessi félög borguðu mest
433Sport
Í gær

Staðfestir að tveir leikmenn fari frá United í sumar

Staðfestir að tveir leikmenn fari frá United í sumar