Bournemouth mun á næstunni bjóða Andoni Iraola nýjan samning til að reyna að tryggja framtíð hans hjá félaginu.
Iraola hefur staðið sig frábærlega sem stjóri Bournemouth, en hann tók við fyrir síðustu leiktíð. Er hann með liðið í baráttu um Evrópusætin í ensku úrvalsdeildinni sem stendur.
Hann hefur vakið áhuga stærri félaga, þar á meðal Tottenham, sem mun sennilega reka Ange Postecoglou á næstunni.
Samningur Iraola rennur út eftir rúmt ár en Bill Foley, bandarískur eigandi Bournemouth, ætlar að fljúga til Englands og reyna að endursemja við hann á næstunni til að fæla aðra frá.